Í mál vegna draugagangs í glæsivillu

Eigandi glæsivillu í Spoleto á Ítalíu hefur ákveðið að höfða mál gegn fyrri eiganda hússins sökum þess að reimt er í því. Hann vill ógilda kaupsamninginn.

Gaetano Bastianelli og fjölskylda hans keyptu húsið með öllu innbúi og töldu sig hafa dottið í lukkupottinn. En Adam var ekki lengi í paradís þar sem í ljós kom fljótlega að draugar gengu ljósum logum um húsið. Þeir skrúfuðu frá vatnskrönum um miðjar nætur, kveiktu í bíl og sláttuvél úti fyrir húsinu og báru græna mold á veggi. Einnig heyrðist afturganga draga keðjur um herbergi á næturþeli.

Í ljós kom að villan var reist á fornum kirkjugarði. Í tíð fyrri eiganda hafði margt furðulegt einnig gerst. Særingarmeistarar Páfagarðs höfðu reynt að reka illan anda úr telpu sem bjó þar árið 1977 og það mistókst. Ekkert dugði fyrr en Jóhannes Páll II páfi bað fyrir stúlkunni og þá loks fór illi andinn úr henni. Samkvæmt Daily Telegraph staðfestir yfirsæringameistari Páfagarðs, Gabriel Amorth, þessa sögu.

Bastianelli er gersamlega búinn að fara á taugum og er algerlega miður sín. Hann segist hafa verið hlunnfarinn og blekktur og þykist viss um að hann vinni málið, að því er fram kom í útvarpsfréttum RÚV.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar