Klám úr safni Stasi

Klámmyndir sem framleiddar voru fyrir yfirmenn í austur-þýska hernum hafa komið í leitirnar í skjalageymslum leynilögreglunnar Stasi.

Myndirnar bera titla á borð við Glerdraumurinn, Óvænt ánægja Werners hermanns og Bólfarir fyrir fósturjörðina og voru gerðar í laumi á herstöð í Biesdorf í Austur-Berlín.

Opinberlega voru austur-þýsk yfirvöld á því að klám væri einkenni á óheilbrigðum kapítalískum samfélögum og ætti ekkert erindi við staðfasta sósíalista réttum megin við Berlínarmúrinn. Bak við tjöldin stóðu þau hinsvegar að framleiðslu á klámi, sem 160 manns störfuðu við þegar mest var. Afraksturinn var ætlaður æðstu mönnum hersins og hátt settum gestum frá öðrum kommúnistaríkjum.

Framleiðslan hófst árið 1982 og í upphafi störfuðu tólf manns við kvikmyndagerðina. Hermenn í Biesdorf voru vandlega mældir og vegnir og þeir valdir úr sem best þóttu fallnir til leiks í myndunum. Á pappírunum var þetta sjálfstæður kvikmyndaklúbbur sem hermenn ráku í frístundum. Dietmar Schuertze vann bæði sem hljóðmaður og leikari við gerð myndanna og segir að ekkert hafi gerst í hernum án vitundar og vilja æðstu manna. „Þær voru gerðar í laumi, en yfirmennirnir vissu vel af þessu. Myndirnar voru jú gerðar handa þeim.“ Leikkonurnar voru flestar konur úr nágrenninu sem tóku þátt til þess að bæta bág kjör sín.

Klámmyndirnar áttu það sameiginlegt með sambærilegum vestrænum myndum að þar fór lítið fyrir tilþrifum í persónusköpun og dramatískri framvindu, en þegar koma að kynlífsatriðunum var ekkert dregið undan. Bútar úr myndunum voru sýndir í þýsku sjónvarpi í síðustu viku. „Ég þekkti sjálfan mig ekki,“ sagði ónafngreindur hermaður sem fylgdist með útsendingunni. „Sem betur fer gerði konan mín það ekki heldur.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Veltu fyrir þér ferðalögum eða búferlaflutningum til fjarlægra staða. Njóttu þessarar góðu tilfinningar en bíddu þó aðeins með að taka mikilvægar ákvarðanir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Solja Krapu-Kallio
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Veltu fyrir þér ferðalögum eða búferlaflutningum til fjarlægra staða. Njóttu þessarar góðu tilfinningar en bíddu þó aðeins með að taka mikilvægar ákvarðanir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Solja Krapu-Kallio