Ætluðu að ræna kennaranum

Hvað er til ráða þegar kennarinn er ekki nógu eftirlátur? Hópur níu ára gamalla barna í Georgíu í Bandaríkjunum ákvað að bregðast við með því að ræna kennaranum og misþyrma honum.

Börnin lögðu á ráðin í viku og tóku síðan dag einn með sér hníf, handjárn og límband. Í skólanum beið lögreglan hins vegar eftir þeim en skólafélagar barnanna höfðu kjaftað frá.

Talsmaður lögreglunnar segir, að börnin hafi ætlað að setja handjárn á kennarann, sem er kona, líma fyrir munn hennar, slá hana í höfuðið með bréfapressu og hugsanlega veita henni áverka með hnífi.

„Þetta var býsna nákvæm áætlun í ljósi þess að börnin eru ekki gömul," sagði talsmaðurinn.

Alls voru það níu börn sem tóku þátt í samsærinu og þeim hefur flestum verið vísað úr skólanum. Lögregla íhugar að ákæra þrjá herskáustu drengina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar