Dómstóll í New York í Bandaríkjunum hefur meinað manni að koma nálægt önd eftir að hafa skotið á hana með loftbyssu.
Dómarinn í málinu samþykkti úrskurðinn og sagði brotamanninum að halda sig frá öndinni og eigendum hennar. Þetta er í fyrsta skipti sem nálgunarbann af þessu tagi hefur verið fyrirskipað í dómstól. Dómur féll í Suffolk sýslu í gær.
Brotamaðurinn, sem er 21 árs, sagðist vera saklaus en hann var fundinn sekur um grimmd gegn dýrum.