Lítil ánægja með nýtt útlit pundsins

Nýja pundið.
Nýja pundið. The Royal Mint

Mestu breytingar sem gerðar hafa verið á útliti breskrar myntar í 40 ár litu dagsins ljós nýlega, og hafa vakið litla hrifningu. Hafa sagnfræðingar, hönnuðir og þingmenn orðið til að gagnrýna nýju myntina.

Frá þessu greinir The Telegraph.

Á bakhlið eins punds peningsins er mynd af skjaldarmerki drottningarinnar, en á bakhliðum smærri eininga, frá einu penníi til 50 eru brot úr merkinu, þannig að þegar peningunum sex er raðað saman má sjá nokkurnvegin skjaldarmerkið í heild.

Efnt var til samkeppni um útlit peninganna. Það sem vakið hefur hvað hörðust viðbrögð við þeirri tillögu sem valin var, er að í fyrsta sinn í þrjár aldir er Britanníu hvergi að sjá á myntinni.

Britannía er konumynd sem táknar breska heimsveldið. Hún var fyrst sett á myntina árið 1672, en upphaf hennar sem táknmyndar Bretlands má rekja 2.000 ár aftur í tímann, þegar Rómverjar notuðu hana sem persónugervingu Bretlands.

Nýja myntin fer í dreifingu í sumar og mun smám saman taka við af gömlum peningum.

Höfundur útlits nýju peninganna er Matthew Dent, 26 ára, frá Bangor. Hann segir að fyrir sé hafi m.a. vakað að hægt væri að leika sér með peningana og raða þeim saman.

Sjá nánar á vef The Royal Mint

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar