Ákærður fyrir að nota broddgölt sem vopn

Tæplega þrítugur Nýsjálendingur hefur verið ákærður fyrir að beita broddgelti sem vopni. Segir lögreglan að maðurinn hafi kastað broddgeltinum um fimm metra í átt að 15 ára dreng sem fékk dýrið í fótinn og hlutust af nokkrar stungur og bólga.

Þetta hefur vefur BBC eftir New Zealand Herald.

Ekki liggur ljóst fyrir hvort broddgölturinn var lifandi þegar honum var kastað, en hann var dauður þegar lögreglan hirti hann sem sönnunargagn í málinu.

Hinn ákærði var handtekinn „fyrir vopnaða árás, þ.e. með broddgelti,“ sagði talsmaður lögreglunnar.

Verði ákærði fundinn sekur á hann yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir