„Súluskattur" ekki leyfður

Fimm dala „súluskattur“ á nektardansstöðum hefur verið afnuminn og telst ekki samræmast stjórnskipunarlögum.

Nektardansstaðir í Texas í Bandaríkjunum fóru fram á þennan skatt í von um að safna pening til að fjármagna áætlun sem koma ætti í veg fyrir kynferðislegar árásir og einnig að veita ótryggðum aðgang að heilsugæslu. Gestir staðanna voru rukkaðir um 5 dali og ljóst var fyrir hvað var verið að greiða. Þetta aukna framlag gesta fékk viðurnefnið „súluskattur.“ Ferlið fór í gang í janúar síðastliðnum og búist var við að hægt yrði að safna allt að 44 milljónum bandaríkjadala.  

Dómarinn í málinu mat það sem svo að skatturinn bryti í bága við stjórnskipunarlögin en tók það samt fram að markmiðin væru lofsverð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach