Absolut biðst afsökunar

Auglýsingin umdeilda.
Auglýsingin umdeilda. AP

Sænski vodkaframleiðandinn Absolut hefur beðist afsökunar á auglýsingum sem birtar voru í Mexíkó og sýndu landakort frá nítjándu öld þar sem suðvesturhluti núverandi Bandaríkja er hluti af Mexíkó.

Yfir kortinu er auglýsingaslagorðið „In an Absolut World,“ sem ef til vill mætti þýða sem „Í fullkomnum heimi,“ og hefur auglýsingin vakið reiði margra Bandaríkjamanna, þótt hún hafi reyndar verið hönnuð í Mexíkó til birtingar þar í landi eingöngu.

Kortið er frá þeim tímum er svæði sem nú eru Kalifornía, Arizona, Texas og fleiri ríki í Bandaríkjunum, tilheyrðu Mexíkó, en Bandaríkjamenn tóku þetta svæði í stríði við Mexíkóa 1848.

Miklar deilur standa í Bandaríkjunum um ólöglega innflytjendur frá Mexíkó og herta gæslu á landamærunum. Hafa allmargir orðið til að hvetja bandaríska neytendur til að sniðganga Absolut.

Framleiðandi Absolut segir auglýsinguna hafa verið hannaða fyrir mexíkóska neytendur og ætlað að skírskota til tíma sem „íbúar Mexíkó telja ef til vill að hafi verið betri tíð.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir