Ætluðu til Mónakó en fóru til München

Tvær konur fóru óvart til München í Þýskalandi til að hitta frænku sína sem var stödd í Mónakó. Tungumálaörðugleikar komu við sögu þar sem Mónakó á ítölsku þýðir einnig München.

„Vandamálið er að þær héldu að München væri Mónakó,“ greindi talsmaður lögreglunnar í München frá. Á ítölsku er München kölluð Monaco di Bavaria.

Konurnar keyrðu frá norðurhluta Ítalíu til München að sækja frænku sína sem átti að koma með lest frá París. Þeim brá heldur betur í brún þegar hana var hvergi að finna og höfðu þá samband við lögreglu.

Þar sem konurnar töluðu aðeins ítölsku og spænsku tók það lögregluna einn og hálfan tíma að átta sig á því að stúlkan hafði í raun farið til Mónakó.

„Þá tók við 840 km. ferðalag til að hitta á frænku sína,“ sagði talsmaðurinn, að því er fram kom á fréttavef Reuters.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir