Þefkattaskítskaffið hressir en kostar sitt

Sumt kaffi er dýrara en annað.
Sumt kaffi er dýrara en annað. mbl.is/Golli

Að öllum líkindum er dýrasta kaffi í heimi kaffiblandan sem David Cooper kaffisérfræðingur selur á 7000 íslenskar krónur bollann í Peter Jones vöruhúsinu í Lundúnum. Í blönduna notar Cooper Kopi Luwak baunir sem tíndar eru úr þefkattaskít.

Í kaffiblönduna eru notaðar Blue Mountain baunir frá Jamaíka og Kopi Luwak sem er frá Suð-Austur Asíu en það selst fyrir 46 þúsund krónur kílóið.

Kopi Luwak er framleitt úr baunum sem eru hálf-meltar og tíndar úr kattaskít. Á Ananova fréttavefnum segir að þefkettir lifi á Indónesíu og þeir leggja sér einungis bestu kaffiberin til munns og meltingarvegur þeirra vinnur ekki á sjálfum kaffibaununum sem eru síðar tíndar, þvegnar og ristaðar.

Þess má geta að ágóðinn af kattaskítskaffinu sem boðið er upp á í Peter Jones í London rennur til góðgerðarmála.

Þefköttur á Filipseyjum.
Þefköttur á Filipseyjum. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu ekki meiri kröfur til sjálfs þín en þú ert fær um að standast. Reyndu að semja við alla sem þú hittir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu ekki meiri kröfur til sjálfs þín en þú ert fær um að standast. Reyndu að semja við alla sem þú hittir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach