Listkýr í vanda

Listamaðurinn Damien Hirst við eitt verka sinna.
Listamaðurinn Damien Hirst við eitt verka sinna. Reuters

Kýr í formaldehýði, úr einu fræg­asta verki breska lista­manns­ins Damiens Hirst, lenti í ógöng­um ný­verið á leið sinni á safn í Tókýó. Verkið heit­ir Mot­her and Child Di­vi­ded, og sýn­ir hálfa kú og hálf­an kálf. Fyr­ir verkið var hann til­nefnd­ur til Turner-verðlaun­anna árið 1995.

Jap­an­ir lögðu á sín­um tíma blátt bann við inn­flutn­ingi á bresku nauta­kjöti vegna hættu á út­breiðslu kúr­ariðu, og því var verk Hirst sam­visku­sam­lega stöðvað af japönsk­um toll­vörðum. Það var tals­verð þolraun fyr­ir safn­stjóra Mori safn­ins að sann­færa toll­verði um að jafn­vel harðsvíruðustu mat­gæðing­ar myndu ekki leggja sér lista­verkið til munns.

Þegar leyfið var fengið, kom upp annað vanda­mál, kýr­in og kálf­ur­inn voru far­in að rotna eft­ir tollskoðun­ina, og á end­an­um þurftu Jap­an­ir að út­vega „nýja gerð“ verks­ins.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Öll samskipti þín við aðra eru óvenju tilfinningarík í dag. Láttu ekki neikvæðni annarra og óþolinmæði hafa áhrif á þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Sofie Sar­en­brant
4
Unni Lindell
5
Arn­ald­ur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Öll samskipti þín við aðra eru óvenju tilfinningarík í dag. Láttu ekki neikvæðni annarra og óþolinmæði hafa áhrif á þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Sofie Sar­en­brant
4
Unni Lindell
5
Arn­ald­ur Indriðason