Löggan reyndist vera bankaræningi

Ungur lögreglumaður í New York reyndist hafa óvenjulegt aukastarf: Hann rændi banka í frístundum.

Lögreglumaðurinn, sem er 21 árs, rændi að minnsta kosti þrjá banka og hafði um 8,5 milljónir upp úr krafsinu. Ránsfenginn notaði hann til að kaupa nýjan bíl, borga skuldir og kaupa dýran demantshring handa kærustunni. 

Að sögn blaðsins New York Times var pilturinn handtekinn þegar hann rændi banka í Pennsylvaníu en þar ógnaði hann þremur starfsmönnum með byssu og krafðist peninga. Í bíl mannsins fundust peninga, ljós hárkolla og svört leikfangabyssa, sem hann er talinn hafa notað í fyrri ránum.

Haft er eftir Raymond Kelly, lögreglustjóra í New York að þetta hefði komið öllum á lögreglustöðinni í opna skjöldu. „Hann var duglegur, vann mikið og var mjög efnilegur. Allir eru gersamlega gáttaðir," sagði hann.

Árslaun lögreglumanns á reynslutíma í New York eru 32.700 dollarar, jafnvirði um 2,4 milljóna króna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan