Vonbrigði á brúðkaupsnóttinni

Þýsk­ur bóndi, sem kvænt­ist konu sem hann kynnt­ist á net­inu, hef­ur farið fram á að hjóna­bandið verði ógilt þar sem hann hafi kom­ist að því á brúðkaups­nótt­inni að eig­in­kon­an var karl­maður.

Wolfgang Zo­ber, 55 ára, seg­ist ekki hitta kon­ur oft þar sem hann hafi nóg með að sinna bú­skapn­um. Því hafi vin­ur hans bent hon­um á mögu­leika nets­ins. „Ég var al­sæll þegar ég komst í sam­band við Ran­dy Victoria, 38 ára,  og ekki varð ég síður glaður er ég hitti hana og komst að því að hún var jafn ynd­is­leg og mynd­irn­ar af henni sýndu. Hún vissi meira að segja margt um land­búnað. Ég gerði mér hins veg­ar ekki grein fyr­ir því að skýr­ing­in væri sú að hún var fyrr­ver­andi bóndi," seg­ir Zo­ber.

Á Ananova vefn­um kem­ur fram að hjóna­korn­in hafi ekki gengið lengra en að kyss­ast og knús­ast áður en þau gengu í hjóna­band. En á brúðkaups­nótt­inni tjáði eig­in­kon­an Zo­ber að hún væri með karl­kyn­skyn­færi og héti í raun Ralf. Seg­ist Zo­ber hafa orðið miður sín þegar sann­leik­ur­inn kom í ljós.

„Það eina sanna sem hún sagði mér var að hún ætti tvö börn, en hún er faðir þeirra - ekki móðir."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú verður miður þín vegna valdabaráttu á vinnustað. Stundum þarftu bara að reka þig í eitthvað hart til að vera beint í rétta átt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú verður miður þín vegna valdabaráttu á vinnustað. Stundum þarftu bara að reka þig í eitthvað hart til að vera beint í rétta átt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir