Vonbrigði á brúðkaupsnóttinni

Þýskur bóndi, sem kvæntist konu sem hann kynntist á netinu, hefur farið fram á að hjónabandið verði ógilt þar sem hann hafi komist að því á brúðkaupsnóttinni að eiginkonan var karlmaður.

Wolfgang Zober, 55 ára, segist ekki hitta konur oft þar sem hann hafi nóg með að sinna búskapnum. Því hafi vinur hans bent honum á möguleika netsins. „Ég var alsæll þegar ég komst í samband við Randy Victoria, 38 ára,  og ekki varð ég síður glaður er ég hitti hana og komst að því að hún var jafn yndisleg og myndirnar af henni sýndu. Hún vissi meira að segja margt um landbúnað. Ég gerði mér hins vegar ekki grein fyrir því að skýringin væri sú að hún var fyrrverandi bóndi," segir Zober.

Á Ananova vefnum kemur fram að hjónakornin hafi ekki gengið lengra en að kyssast og knúsast áður en þau gengu í hjónaband. En á brúðkaupsnóttinni tjáði eiginkonan Zober að hún væri með karlkynskynfæri og héti í raun Ralf. Segist Zober hafa orðið miður sín þegar sannleikurinn kom í ljós.

„Það eina sanna sem hún sagði mér var að hún ætti tvö börn, en hún er faðir þeirra - ekki móðir."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar