Átta ára stúlku veittur lögskilnaður

Skólastúlkur í Jemen.
Skólastúlkur í Jemen. Reuters

Dómstóll í Jemen hefur veitt átta ára stúlku lögskilnað frá 28 ára eiginmanni sínum.  Nojud Mohammed Ali var neydd til þess að giftast manninum fyrr á árinu, en sagðist fegin því að hafa fengið skilnað því nú geti hún farið aftur í skóla. 

Faðir stúlkunnar kom hjónabandinu í kring og sagðist hafa gert það af skyldurækni og vegna þess hann óttaðist að henni yrði rænt, eins og eldri systur hennar.
 
Faez Ali Thameur, fyrrum eiginmaður Nojud, sagðist hafa gifst henni með samþykki hennar og foreldra hennar, og viðurkenndi að hafa átt mök við stúlkuna.

Að sögn Nojud var henni sagt að hún mætti búa í foreldrahúsum til 18 ára aldurs þótt hún giftist manninum, en viku eftir að hún skrifaði undir hjónabandssáttmála, var hún neydd til þess að búa með eiginmanninum.

Í Jemen er enginn löglegur lágmarksaldur fyrir hjónaband, og sagði lögfræðingur stúlkunnar að hennar mál væri ekki einsdæmi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan