Franski klifurmaðurinn, Alain Robert, sem oft hefur verið nefndur „franski köngulóarmaðurinn" klifraði 45 hæða turn í Hong Kong með berum höndum og án hjálpar klifurútbúnaðar.
Að sögn Robert ákvað hann að klifra byggingu Four Seasons hótelsins til þess að vekja athygli á hlýnun jarðar. Fjölmenni fylgdist með Robert klifra turninn í Hong Kong.