Snemma í morgun hugðist tvítugur maður koma systur sinni á óvart með því að renna sér niður ruslarennu í húsi hennar að hætti jólasveinsins en áætlunin breyttist er hann festist í lúgunni.
„Hann kom höfðinu og herðunum inn um opið en síðan festist hann og dinglaði þar fastur í korter uns systirin kom heim og hringdi á hjálp," sagði Bengt Larson slökkviliðsstjóri í Åre í Svíþjóð í samtali við TT fréttastofuna.
„Það var ekki hægt annað en að hlægja," bætti Larson við.
Það tók slökkviliðið síðan hálftíma að losa manninn með járnkarli, klippum og sleggju. Maðurinn slapp ómeiddur frá ruslarennuævintýri sínu.