Þjófur í járnum stal lögreglubíl

Lögreglan í Brisbane í Ástralíu leitar nú þjófs sem slapp úr haldi lögreglu með því að stela lögreglubíl - þrátt fyrir að vera í handjárnum. Bíllinn er fundinn, en hvorki hefur sést tangur né tetur af þjófnum.

Lögreglan segir að 29 ára maður hafi verið handtekinn í morgun, grunaður um þjófnað. Tveir lögreglumenn handjárnuðu hann og settu hann í aftursæti lögreglubílsins á meðan þeir voru að skoða poka fyrir utan.

Hinn meinti þjófur klifraði þá í framsætið, settist undir stýri og ók á brott. Segjast lögreglumennirnir hafa skilið lyklana eftir í bílnum.

Málið er í rannsókn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar