Járnstykki féll af himnum

Lítið járnstykki féll af himnum og í gegnum þak á húsi á Nýja Sjálandi, að því er greint var frá í dag, en ekki er ljóst um hvað er að ræða, eða hvaðan hluturinn er kominn.

Lögreglan gat sér þess upphaflega til að hluturinn hefði fallið úr flugvél, en talsmaður flugmálayfirvalda sagði að svo gæti ekki verið, og taldi líklegra að hluturinn hefði þeyst úr landbúnaðartæki í grenndinni.

Engan sakaði er járnstykkið kom í gegnum þakið á húsi í bænum Whakatu og Norðureyju í gær.

Athugun flugmálayfirvalda leiddi í ljós að ekki gæti verið um að ræða hlut úr flugvél, og flugvirki sem kannaði hlutinn sagði hann ekki vera úr flugvél.

Hluturinn er um 11 sm langur, 4,5 sm breiður og um eitt kíló að þyngd. Hann lítur út fyrir að vera úr pottjárni.

„Við vitum ekki úr hverju þetta er,“ sagði talsmaður lögreglunnar. „Þetta er hið dularfyllsta mál.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan