Þýskt fyrirtæki sem framleiðir innréttingar í farþegaflugvélar hyggst hefja framleiðslu á pissuskálum, sem ætlað er að stytta raðir á salernin.
Norbert Runn, talsmaður fyrirtækisins, telur að notkun skálanna muni hefjast á næsta ári. „Skálarnar eru smærri og taka minna pláss en hefðbundin salernisaðstaða,“ segir Runn. Segir hann umtalsverðan tíma geta sparast, þar sem meirihluti farþega á almennu farrými sé karlkyns.