Vaknaði með hníf í bakinu

Rússi nokkur lagðist til svefns eftir ærlegt fyllerí og tók ekki eftir að 15 sentimetra langur hnífur var á kafi í bakinu á honum fyrr en eiginkonan vakti hann.

Rússinn, sem heitir Júrí Líalin og er 53 ára, var fluttur á slysadeild í borginni Volgodía en í ljós kom að hnífurinn hafði ekki snert nein mikilvæg líffæri.

Rússneskir fjölmiðlar segja, að Líalin hafi hafi setið að drykkju fram eftir kvöldi ásamt vaktmanni á vinnustað sínum. Þeir lentu í rifrildi en í kjölfarið sofnaði Líalin í herbergi vaktmannsins.

Þegar hann vaknaði morguninn eftir ákvað hann að fara heim til sín og tók strætisvagn þangað. Hann sótti sér pylsu í ísskápinn og fékk sér morgunmat og lagðist síðan til svefns.

Eftir nokkrar klukkustundir tók eiginkonan eftir því, að handfang stóð út úr baki eiginmannsins og hringdi á sjúkrabíl. Í ljós kom að eldhúshnífur stóð fastur í baki mannsins.

Að sögn Interfax fréttastofunnar hringdi árásarmaðurinn sjálfur í lögregluna og skýrði frá því að hann hefði stungið Líalin þegar þeir deildu. Hann hefur nú verið ákærður og bíður dóms.

Líalin segist hins vega ekki bera neinn kala til vinnufélagans. „Við vorum á fylleríi og þá getur ýmislegt gerst," hefur blaðið Komsomolskaja Pravda eftir honum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Menn líta til þín um lausn mála, þú veist að þú bregst ekki. Eftir nokkra daga færðu bestu fréttir lífs þíns.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
4
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Menn líta til þín um lausn mála, þú veist að þú bregst ekki. Eftir nokkra daga færðu bestu fréttir lífs þíns.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
4
Torill Thorup