Mikil gleði ríkti í dýragarðinum í Ríó í Brasilíu þegar ljóst varð, að tveir gíraffar í garðinum felldu hugi saman. Haldin var brúðkaupsveisla og gestum í garðinum var boðið upp á rjómatertu.
Það er aðeins einn hængur á: gíraffarnir hafa ekki enn fullkomnað samband sitt þótt afar vel fari á með þeim. Var þá gripið til þess ráðs, að fá indíána til að dansa mökunardans í þeirri von, að innan skamms heyrist í litlum gíraffafótum hlaupa um dýragarðinn.