Elsta, lifandi tré í heimi, grenitré, finnst í Fulu-fjalli í Dölunum í Svíþjóð og er nærri 10.000 ára gamalt.
Leif Kullmann, prófessor við háskólanna í Umeå, skýrði frá þessu en rannsóknir á erfðaefni þess sýna að það er 9.550 ára gamalt og skaut því fyrst rótum árið 7.542 fyrir Krist. Ekki er þó um að ræða sama stofninn allan tímann því að tréð hefur endurnýjað sig með rótarskotum.
Hingað hafa 4.000 til 5.000 ára gamlar furur í Bandaríkjunum átt aldursmetið en aldursforsetinn nýi fannst fyrst 2004.
Kullmann segir að fundurinn hafi komið mjög á óvart vegna þess að áður hafði verið talið að viðkomandi grenitegund hefði numið land í Dölunum miklu síðar.