Skoskur dómstóll féllst ekki á að fyrrverandi kennari ætti heimtingu á skaðabótum vegna aðkasts sem hann varð fyrir í starfi vegna þess að hann var sköllóttur. Kennarinn hafði stefnt skólayfirvöldum fyrir mismunun vegna fötlunar.
„Mér þykir þurfa að teygja skilgreininguna á fötlun fulllangt til að hárleysi falli undir hana,“ sagði dómarinn.