Ástarleikurinn barst út á bílastæði

Vegfarendum við hraðbraut í Danmörku leist ekki á blikuna síðdegis á laugardag þegar þeir sáu hálfnakta konu á flótta undan karlmanni veifandi einhverju sem leit út eins og byssa.

Grandvar borgari, sem átti leið um veginn við Åshøj nálægt Køge hringdi í lögregluna en fólkið var á aflögðu útskoti við veginn.  Lögreglan kom fljótt á staðinn en þá kom í ljós, að konan þurfti ekki á hjálp að halda. Karlmaðurinn sem elti hana var kærastinn hennar og eltingaleikurinn var hluti af erótískum leik.

Fram kemur á fréttavef Jyllands-Posten, að lögregla hafi beðið parið, sem er 24 og 19 ára, að stunda leiki sína á afviknari stöðum í framtíðinni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup