Flökkuhundar björguðu lífi barns

Flökkuhundar í Indlandi björguðu lífi nýfædds stúlkubarns sem skilið hafði verið eftir í leðjuhaug. Þetta kemur fram á fréttavef Reuters. 

„Hundarnir rótuðu í jarðveginum, byrjuðu að gelta og þá fór barnið að gráta. Þorpsbúar urðu varir við hávaðann og hlúðu að barninu,“ sagði Ram Narayan Sahani, opinber ríkisstarfsmaður hjá Samastipur héraðinu í Indlandi. 

Barnlaust par hefur tekið stúlkuna að sér. Lögreglan á svæðinu telur að móðir barnsins hafi ætlað barninu að deyja en það er talsvert algengt að stúlkubörn séu borin út í Indlandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir