Lyfjapróf verða tekin upp á einni stærstu nautaatshátíð Spánar í næsta mánuði. Verður blóð nauta og þvag skimað eftir lyfjum, ef dýralæknum þykir hegðun skepnanna gefa ástæðu til.
Grunur leikur á að ræktendur nautanna gefi þeim róandi lyf til að auðvelda starf nautabanans og deyfilyf til að dýrin taki síður eftir sárum sínum. Aðgerðirnar ná aðeins til Feria de San Isidro, en gætu breiðst út til fleiri móta.