Gúrbangúlíj Malíkgúlíjevítsj Berdímúkhammedov, forseti Túrkmenistan hefur ákveðið að fella úr gildi tímatal sem tekið var upp í tíð fyrirrennara hans, Saparmúrat Níjazov. Þar eru mánuðirnir nefndir eftir forsetanum fyrrverandi og foreldrum hans.
En nú verður breytinga þar á og mánuðir og dagar bera nú sömu heiti og víðast annars staðar að sögn Berdímúkhammedov. Er þar farið að ósk fjölda landsmanna sem sendu forsetanum bréf þar sem þeir óskuðu eftir því að gregoríanska tímatalið yrði tekið upp að nýju í landinu.
Níjazovbreytti tímatalinu árið 2002 en hann var ötull við að koma sér og sínum að í öllum málefnum Túrkmenistan. Til að mynda nefndi hann sjálfan sig Túrkmenbasa, eða föður alla íbúa Túrkmenistan.