Ráðist var á Vörulest í Suður-Frakklandi og stálu ræningjarnir farmi af púðum sem Playboy-merkið hafði verið saumað í. Árásin var gerð í útjaðri Marseille, þjófarnir heftu för lestarinnar með trjádrumbum og opnuðu fjölda gáma.
Lestarstjórinn slapp ómeiddur og fyrir utan Playboypúðana var engu stolið. Samkvæmt fréttavef BBC fannst flóttabíll þjófanna síðar brenndur til kaldra kola.