Ríkissaksóknari Írans, Ghorban Ali Dori Najafabadi, varar við því hversu skaðlegt það er land og þjóð að flytja inn barbie-dúkkur og önnur vestræn leikföng í bréfi sem hann hefur sent varaforseta landsins, Parviz Davoudi.
Segir í bréfinu að vestræn leikföng skapi hættu sem verði að stöðva. Mikið framboð er af vestrænum leikföngum á svörtum markaði í Íran en velmegun hefur aukist jafnt og þétt í landinu samfara auknum olíugróða.
Í bréfinu hvetur Najafabadi til aðgerða strax gegn smygli á vestrænum leikföngum inn í Íran þar sem leikföngin ógni menningu landsins.