Skrýtnar kenndir á meðgöngu

Meðganga getur ýtt undir alls konar þrár
Meðganga getur ýtt undir alls konar þrár mbl.is

Mun algengara er í dag en fyrir nokkrum áratugum að þungaðar konur telji sig þurfa að borða eitthvað ákveðið. En það er ekki alltaf matur sem konurnar þrá heitast. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun þrá um þrír fjórðu hlutar kvenna eitthvað ákveðið á meðgöngu en fyrir fimmtíu árum staðfestu um 30% þungaðra kvenna slíkar kenndir.

Þriðjungur þess sem konurnar þrá er eitthvað annað en matur. Má þar nefna kol, sápu, tannkrem og svampa. En ísinn og súkkulaðið hafði vinninginn hjá flestum kvennanna sem tóku þátt í könnun gurgle.com.

Súkkulaðið var vinsælast og þar á eftir kom ísinn, svo annað sælgæti, sterkur matur, súrsaður laukur, suðrænir ávextir, karrí,  kleinuhringir, sulta, hnetusmjör, kartöflur og hnetur.

Eins sögðust konurnar vera vitlausar í alls konar samsetningar á mat sem þeim hafi aldrei áður hugnast. Má þar nefna súrmeti og hnetusmjör. Er það yfirleitt síðdegis sem þráin grípur um sig og á kvöldin en um 8% kvennanna viðurkenndi að laumast í eldhúsið að næturlagi. 


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka