Lögreglumaðurinn fór á salernið í héraðsdómnum í Eskilstuna í Svíþjóð. Þegar þeirri heimsókn lauk fór hann þaðan, án skammbyssunnar sem allar sænskar löggur bera. Skömmu síðar fann saksóknarinn byssuna á salerninu.
Frá þessu er sagt í Eskilstuna-Kuriren þar sem rætt er við Karl Holm sem er yfirmaður lögreglusveitarinnar sem sér um öryggi í réttarsölum í um dæmi lögreglunnar í Sörmland.
Holm segir að það komi fyrir að byssur gleymist eftir salernisheimsóknir og skýrist það af þeim vandkvæðum sem fylgi því að setjast á postulínið girtur skammbyssu.
Lögreglumaðurinn á yfir höfði sér refsingu vegna hugsanlegs agabrots.