Breskir vísindamenn leita nú 150 kvenna sem eru tilbúnar til að borða eina súkkulaðiplötu á dag í heilt ár í þágu vísindanna.
Markmiðið er að rannsaka hvort súkkulaði getur hjálpað konum með sykursýki 2 að draga úr líkum á hjartasjúkdómum eftir tíðahvörf.
Vísindamennirnir hafa fengið belgískan súkkulaðimeistara til að útbúa sérstakt súkkulaði, ríkt af efnum sem finnast í kakó- og sojaplöntum og eru talin geta dregið úr hættu á hjartasjúkdómum.