Höggmynd að verðmæti rúmlega 20 milljóna króna, sem tók tvö ár að búa til, var tekin í sundur aðeins fáeinum dögum fyrir afhjúpun vegna þess að varaborgarstjórinn var ekki hrifinn af litnum á henni.
Höggmyndin átti að prýða gang í nýrri flugstöð í borginni Tianjin í Kína. Varaborgarstjórinn var á göngu í flugvellinum þremur vikum fyrir formlega opnun hans og sá höggmyndina. „Honum leist ekki á litinn á henni,“ Qu Jianxiong hönnuður verksins.