Hringt í mann þegar greiðslukort voru samþykkt

Sím­hring­ing­ar til þýsks manns voru að gera hann brjálaðan í tvö ár. Sím­inn hringdi, maður­inn svaraði og aldrei fékk hann svar. Í ljós kom að hring­ing­arn­ar komu frá hár­greiðslu­stofu í hvert skipti sem greiðslu­kort var samþykkt.   

Lög­regl­an í Frankfurt aðstoðaði mann­inn við að hafa upp á aðilan­um sem var sí­fellt að hringja í hann. Hann þekkti ekki núm­erið sem birt­ist og því lét hann loka fyr­ir núm­erið. Eft­ir fá­eina mánuði vildi maður­inn ekki leng­ur borga fyr­ir þjón­ust­una og sím­hring­ing­arn­ar urðu tíðari.  Lög­regl­an rakti núm­erið til hár­greiðslu­stofu í Ham­borg.

 Fyr­ir­komu­lagið með greiðslu var þannig að hringt var í mann­inn í hvert skipti sem greiðslu­kort var samþykkt. Starfs­fólkið vissi ekki af vand­an­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Gættu vel að framkomu þinni í fjölmenni og að gera ekkert sem getur valdið athugasemdum. Innst inni veistu að þú munt ná þér aftur á strik.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Unni Lindell
4
Jill Man­sell
5
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Gættu vel að framkomu þinni í fjölmenni og að gera ekkert sem getur valdið athugasemdum. Innst inni veistu að þú munt ná þér aftur á strik.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Unni Lindell
4
Jill Man­sell
5
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son