Kvartað yfir áfengisáhrifum

Reuters

Rúmenskur karlmaður hefur lagt fram formlega kvörtun yfir því að hafa orðið drukkinn af drykkju á bjór. Segist maðurinn hafa drukkið einn bjór og orðið ofurölvi en vanalega þoli hann mun meira.

Iancu Boroi, 35 ára, segist hafa keypt bjórinn í verslun í bænum Arges í Rúmeníu. Eftir að hafa drukkið bjórinn varð hann svo drukkinn að hann var við það að deyja áfengisdauða. Segir Boroi að hann sé vanur drykkjumaður og hafi aldrei upplifað aðra eins ölvun eftir aðeins einn öl, samkvæmt frétt Ananova. Hann segist sannfærður um að drykkurinn hafi verið göróttur og leitaði því til neytendastofu í Rúmeníu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert staðráðin/n í að koma hlutunum í verk í dag. Sýndu öðrum þolinmæði og reyndu að sýna meiri skilning og umburðarlyndi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert staðráðin/n í að koma hlutunum í verk í dag. Sýndu öðrum þolinmæði og reyndu að sýna meiri skilning og umburðarlyndi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir