Franskur flassari var handtekinn eftir að kona gat borið kennsl á manninn vegna húðflúrs sem staðsett er á læri hans. Húðflúrið er af kannabislaufi. Maðurinn hefur verið dæmdur til þriggja mánaða fangelsisvistar.
Umræddur maður er 43 ára gamall og er hann giftur. Hann hefur áður komist í kast við lögin sökum strípihneigðar sinnar. Nýlegasta brot hans var þegar hann beraði sig fyrir framan konu og tvíburadætur hennar. Maðurinn huldi andlit sitt en konan tók strax eftir kannabislaufblaðinu á læri hans og gat því borið kennsl á hann.
Fyrir utan fangelsisdóminn var maðurinn dæmdur til að greiða konunni eina evru í skaðabætur en tvíburastúlkunum 100 evrur hvorri.