Sektaðir fyrir að keyra of hægt

Löng brú milli tveggja hafn­ar­borga var form­lega opnuð fyr­ir um­ferð í síðustu viku í Kína. Til­gang­ur­inn með henni er að stytta tím­ann sem tek­ur að kom­ast milli borg­anna en þegar hafa hundruð bíl­stjóra verið sektaðir fyr­ir að keyra of hægt.  

Ferðalag frá hafn­ar­borg­inni Ning­bo til Shang­hai tek­ur nú tvær og hálfa klukku­stund en áður tók ferðalagið um fjór­ar klukku­stund­ir. Síðan brú­in var form­lega opnuð fyr­ir um­ferð hafa rúm­lega 300 bíl­stjór­ar verið sektaðir fyr­ir of hæg­an akst­ur. Sum­ir hafa verið sektaðir fyr­ir að leggja bíl­um sín­um á brúnni í þeim til­gangi að njóta út­sýn­is­ins og ná nokkr­um mynd­um.  

„Ég vildi bara keyra hæg­ar og njóta út­sýn­is­ins. Hvað er svona rangt við það?,“ sagði ónefnd­ur bíl­stjóri. Að mati yf­ir­valda hef­ur hæg um­ferð á brúnni leitt til mik­ils um­ferðar­vanda og nokk­urra slysa, að því er fram kem­ur á frétta­vef Reu­ters.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú verður að skipuleggja starf þitt betur ef þú átt að koma einhverju í verk. Byrjaðu á því að tala einungis vel um sjálfan þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Torill Thorup
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú verður að skipuleggja starf þitt betur ef þú átt að koma einhverju í verk. Byrjaðu á því að tala einungis vel um sjálfan þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Torill Thorup
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son