Almennir borgarar í Kína verða að skrá sig þegar þeir kaupa hnífa sem talist geta hættulegir, t.d. hnífar sem eru með lengri blöð en 22 sentimetrar. Þessi nýja reglugerð kemur í kjölfar aukinnar öryggisgæslu fyrir Ólympíuleikana í Peking.
Allir pakkar sem sendir eru til íþróttamanna sem taka þátt á Ólympíuleikunum munu fara í gegnum röntgenskoðun sem og pakkar sem sendir eru á heimavistir þeirra eða til leikvanga, að því er fram kemur á fréttavef Reuters.