Höll drottningarinnar af Saba fundin?

Þýskir fornleifafræðingar telja sig nú hafa fundið höll drottningarinnar af Saba í í Axum í Eþíopiu en drottningarinnar er getið í Biblíunni þar sem hún giftist Salómon konungi Ísraels um þúsund árum fyrir kristsburð.

Í höllinni er altari sem þjóðsagan segir að sáttmálsörkin með boðorðunum tíu hafi staðið á eftir að sonur konungshjónanna Manelik smyglaði eim þangað.

Fornleifafræðingar við háskólann í Hamborg segja að rústir hallarinnar hafi fundist undir rústum yngri hallar kristins konungs í Axum-Dungur. Segja þeir vísbendingar vera um að eldri höllin hafi verið rifin þannig að hægt yrði að byggja nýja höll á sama stað sem félli að braut Síríus-stjörnunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup