Höll drottningarinnar af Saba fundin?

Þýskir fornleifafræðingar telja sig nú hafa fundið höll drottningarinnar af Saba í í Axum í Eþíopiu en drottningarinnar er getið í Biblíunni þar sem hún giftist Salómon konungi Ísraels um þúsund árum fyrir kristsburð.

Í höllinni er altari sem þjóðsagan segir að sáttmálsörkin með boðorðunum tíu hafi staðið á eftir að sonur konungshjónanna Manelik smyglaði eim þangað.

Fornleifafræðingar við háskólann í Hamborg segja að rústir hallarinnar hafi fundist undir rústum yngri hallar kristins konungs í Axum-Dungur. Segja þeir vísbendingar vera um að eldri höllin hafi verið rifin þannig að hægt yrði að byggja nýja höll á sama stað sem félli að braut Síríus-stjörnunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir