Langhundur læsti tönnum í lífvörð

Þessi langhundur er hafður í bandi og lætur lappir lífvarða …
Þessi langhundur er hafður í bandi og lætur lappir lífvarða væntalega í friði. Reuters

Langhundur í eigu dönsku konungsfjölskyldunnar beit tvítugan lífvörð í fótinn. Lífvörðurinn stóð sína vakt fyrir utan konungshöllina Amalienborg í Kaupmannahöfn er hundurinn réðist á hann .

Henrik prins, eiginmaður drottningar mun hafa staðið aðgerðarlaus hjá er hundurinn réðist á lífvörðinn. Á vefsíðu danska slúðurblaðsins Se og hør kemur fram að hundurinn hafi ekki verið í bandi.

Þar kemur einnig fram að lífvörðurinn, Nikolaj Fogh hafi fengið þriggja vikna sjúkraleyfi eftir atvikið og að fjölskylda hans haldi því fram að konungsfjölskyldan hafi viljað þagga málið niður.

Ekki munu vera uppi áform um að taka hundinn af lífi.


Þessi hundur lætur ekki eftir sér að glefsa í hermenn.
Þessi hundur lætur ekki eftir sér að glefsa í hermenn. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir