Langhundur í eigu dönsku konungsfjölskyldunnar beit tvítugan lífvörð í fótinn. Lífvörðurinn stóð sína vakt fyrir utan konungshöllina Amalienborg í Kaupmannahöfn er hundurinn réðist á hann .
Henrik prins, eiginmaður drottningar mun hafa staðið aðgerðarlaus hjá er hundurinn réðist á lífvörðinn. Á vefsíðu danska slúðurblaðsins Se og hør kemur fram að hundurinn hafi ekki verið í bandi.
Þar kemur einnig fram að lífvörðurinn, Nikolaj Fogh hafi fengið þriggja vikna sjúkraleyfi eftir atvikið og að fjölskylda hans haldi því fram að konungsfjölskyldan hafi viljað þagga málið niður.
Ekki munu vera uppi áform um að taka hundinn af lífi.