Yfirmaður fangelsismála í Massachusett ríkis í Bandaríkjunum segir að það myndi valda óyfirstíganlegum vandamálum og ógna öryggi í fangelsi ef dæmdum morðingja verður veitt heimild til þess að fara í kynskiptiaðgerð.
Robert Kosilek var dæmdur í lífstíðarfangelsi árið 1990 fyrir að myrða eiginkonu sína. Robert breytti nafni sínu í Michelle árið 1993 og hegðar sér líkt og kona í fangelsinu í Norfolk en þar eru einungis karlkynsfangar.