Setti belti á bjórkassann en ekki barnið

Ástralskur ökuþór þarf að greiða sekt eftir að hann var staðinn að því, að setja bílöryggisbelti á bjórkassa, sem var í framsæti bíls mannsins. Fimm ára gamall drengur var hins vegar öryggisbeltislaus á bílgólfinu. 

Lögreglan stöðvaði bílinn á hraðbraut nálægt Alice Springs. Fréttavefur Sky sjónvarpsstöðvarinnar hefur eftir Wayne Burnett, lögreglumanni, að fjórir fullorðnir hafi verið í bílnum, tveir í framsætunum og tveir í aftursætunum og á milli þeirra var bjórkassinn, tryggilega spenntur. Barnið sat hins vegar á gólfinu fyrir framan aftursætið.

„Ég hef aldrei séð annað eins," sagði Burnett.

Ökumaðurinn var sektaður um jafnvirði 50 þúsund króna fyrir að aka óskráðu og ótryggðu ökutæki og fyrir að tryggja ekki að barn væri í öryggisbelti. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup