Vilja reisa íbúðablokk úr gámum

Reuters

Fyrirtæki í Detroit í Bandaríkjunum væntir þess að fá leyfi til að byggja blokk með 17 íbúðum úr flutningagámum. Áætlaður kostnaður er sem svarar 142 milljónum króna.

Blaðið Detroit Free Press greinir frá því í dag að ætlunin sé að stafla upp fjórum röðum af gámum, skera í þá glugga og dyr, leggja pípur og rafmagn og reisa stiga, að viðbættum svölum.

Fáist leyfi hjá borgaryfirvöldum hefjast framkvæmdir væntanlega í haust og fyrstu íbúar geta flutt inn á næsta ári.

Hönnuður er arkitektinn Steven Flum í Detroit.

„Íbúðirnar“ verða frá 90 til 180 fermetrar að stærð og verðið væntanlega á bilinu sem svarar átta til 15 milljónum króna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Menn líta til þín um lausn mála, þú veist að þú bregst ekki. Eftir nokkra daga færðu bestu fréttir lífs þíns.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
5
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Menn líta til þín um lausn mála, þú veist að þú bregst ekki. Eftir nokkra daga færðu bestu fréttir lífs þíns.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
5
Kolbrún Valbergsdóttir