19 ára bæjarstjóri

Það er óhætt að segja að nýkjörinn bæjarstjóri í Muskogee í Oklahoma í Bandaríkjunum sé ungur og efnilegur en hann er aðeins 19 ára gamall og leggur stund á stjórnmálafræðinám við Oklahomaháskóla.

Pilturinn, sem heitir John Tyler Hammons, fékk 70% atkvæða í bæjarstjórakjöri í Muskogee  þar sem um 40 þúsund manns búa. „Kosningabaráttan var frábær og við unnum traust fólksins," sagði Hammons. „Ég vil opið stjórnkerfi því ég hef ekki einkarétt á góðum hugmyndum."

Hammons tekur við embætti á mánudag en hann stefnir hærra: „Mig langar til að verða ríkisstjóri í Oklahoma og forseti Bandaríkjanna."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir