19 ára bæjarstjóri

Það er óhætt að segja að nýkjörinn bæjarstjóri í Muskogee í Oklahoma í Bandaríkjunum sé ungur og efnilegur en hann er aðeins 19 ára gamall og leggur stund á stjórnmálafræðinám við Oklahomaháskóla.

Pilturinn, sem heitir John Tyler Hammons, fékk 70% atkvæða í bæjarstjórakjöri í Muskogee  þar sem um 40 þúsund manns búa. „Kosningabaráttan var frábær og við unnum traust fólksins," sagði Hammons. „Ég vil opið stjórnkerfi því ég hef ekki einkarétt á góðum hugmyndum."

Hammons tekur við embætti á mánudag en hann stefnir hærra: „Mig langar til að verða ríkisstjóri í Oklahoma og forseti Bandaríkjanna."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Flýttu þér því hægt. Leyfðu öðrum að láta ljós sitt skína og þá fer allt miklu betur. Settu það í forgang að hafa samband við gamla vini.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Flýttu þér því hægt. Leyfðu öðrum að láta ljós sitt skína og þá fer allt miklu betur. Settu það í forgang að hafa samband við gamla vini.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup