19 ára bæjarstjóri

Það er óhætt að segja að ný­kjör­inn bæj­ar­stjóri í Musko­gee í Okla­homa í Banda­ríkj­un­um sé ung­ur og efni­leg­ur en hann er aðeins 19 ára gam­all og legg­ur stund á stjórn­mála­fræðinám við Okla­homa­há­skóla.

Pilt­ur­inn, sem heit­ir John Tyler Hammons, fékk 70% at­kvæða í bæj­ar­stjóra­kjöri í Musko­gee  þar sem um 40 þúsund manns búa. „Kosn­inga­bar­átt­an var frá­bær og við unn­um traust fólks­ins," sagði Hammons. „Ég vil opið stjórn­kerfi því ég hef ekki einka­rétt á góðum hug­mynd­um."

Hammons tek­ur við embætti á mánu­dag en hann stefn­ir hærra: „Mig lang­ar til að verða rík­is­stjóri í Okla­homa og for­seti Banda­ríkj­anna."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Samræður við systkini og eldri og reyndari manneskjur koma þér að miklu gagni í dag. Trúðu einhverjum með opinn huga fyrir hugmyndum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
3
Col­leen Hoo­ver
4
Sofie Sar­en­brant
5
Tove Al­ster­dal
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Samræður við systkini og eldri og reyndari manneskjur koma þér að miklu gagni í dag. Trúðu einhverjum með opinn huga fyrir hugmyndum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
3
Col­leen Hoo­ver
4
Sofie Sar­en­brant
5
Tove Al­ster­dal