Bjó með myglusvepp

Leikkonan Evangeline Lilly, sem íslenskir sjónvarpsáhorfendur þekkja sem Kate í þáttunum Lost, veiktist á dögunum vegna myglusvepps sem hafði hreiðrað um sig í húsinu hennar. Hún flutti ekki fyrr en eftir fjögurra mánaða veikindi og var það af eintómri nísku eftir því sem hún segir sjálf.

„Ég keypti húsið í fyrrasumar og ég vissi að það hlaut eitthvað að vera að fyrst ég var alltaf veik, en ég tímdi bara ekki að flytja,“ sagði leikkonan í samtali við spjallþáttastjórnandann Jay Leno. „Ég var hundfúl við tilhugsunina um að borga af húsinu og svo leigu einhvers staðar annarsstaðar til viðbótar.“ Svo fór þó að lokum að myglusveppurinn hrakti hana að heiman, enda var heilsufar hennar orðið mjög bágborið.

Hún sagði aðhaldið í peningamálunum ekki tilkomið af lágum launum. „Við fáum ágætlega borgað í Lost, svo þetta er ekki af nauðsyn. Ég er einfaldlega nískupúki.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Menn líta til þín um lausn mála, þú veist að þú bregst ekki. Eftir nokkra daga færðu bestu fréttir lífs þíns.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
5
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Menn líta til þín um lausn mála, þú veist að þú bregst ekki. Eftir nokkra daga færðu bestu fréttir lífs þíns.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
5
Kolbrún Valbergsdóttir