Undirfataframleiðandinn Triumph kynnti í gær brjóstahaldara sem safnar sólarorku sem dugað getur til að hlaða farsíma eða iPod.
Á brjóstahaldaranum er spjald sem safnar orku úr geislum sólarinnar. Spjaldið fer yfir magann, og segir talskona Triumph í Tókýó, þar sem „Solar Power Bra“ var kynntur, Yoshiko Masuda, að ólíklegt sé að orkubrjóstahaldarinn fari á almennan markað í bráð.
En Masuda sagði að brjóstahaldarinn væri umhverfisvænn og til marks um að jafnvel undirföt megi hann með tilliti til umhverfisins.