Köttur elti mús í raforkuveri í Tirana í Albaníu og afleiðingin var 72 klukkustunda rafmagnsleysi í höfuðborginni.
„Köttur og mús hlupu beint á rafspennukapla,“ sagði talsmaður fyrirtækisins þegar hún sýndi ljósmyndir af dauðu dýrunum. „Við tókum myndir af þeim því ekkert líkt þessu hefur nokkurn tímann gerst.“
Albanir hafa kvartað mikið undan rafmagnsleysi sem hefur plagað þá áratugum saman og kenna þeir þurrkum að mestu leyti um, að því er fram kemur á fréttavef Reuters.