Feitlagið fólk á síaukinn þátt í því að stuðla að lotslagsbreytingum á jörðinni, samkvæmt kenningum tveggja sérfræðinga breska skólans London Schoolof Hygiene & Tropical Medicine. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.
Segja þeir ástæðuna vera þá að feitt fólk noti meira eldsneyti til að komast leiðar sinnar en grannt fólk auk þess sem það borði meira og gangi því fremur á náttúrulegar auðlindir jarðarinnar og stuðli þannig að röskun á jafnvægi lífríkisins.
Edwards og Ian Roberts greina frá rannsókn sinni í læknaritinu The Lancet en þeir vinna nú að því að finna leið til að reikna út orkunotkun feitlaginna annars vegar og grannvaxinna hins vegar.