Kunnugleg bakgarðajurt í tísku: Rabarbaraæði um allan heim

Árið 2007 sögðu matgæðingar te vera vinsælasta hráefnið til matargerðar. Te eins og Earl Grey og Chai-te var notað í kökur, til að reykja kjöt og til að gefa brauði framandi bragð. Ef til vill var þetta te-æði ekki áberandi á Íslandi en þeim mun fremur í Evrópu, þá sérstaklega Bretlandi, og Bandaríkjunum.

Árið 2006 var hreint ótrúlegt æði fyrir indverskum og marókkóskum mat, æði sem reyndar sér ekki fyrir endann á því af óendanlega mörgu er að taka. En í ár er æðið fremur óvenjulegt. Rabarbaraæði ríkir um alla Evrópu og svo virðist sem evrópskir matgæðingar hafi skyndilega áttað sig á bragðgæðum þessarar matjurtar sem lengi vel hefur tíðkast að nota í bökur. Ef til vill má rekja þennan áhuga á rabarbaranum til tísku sem ríkt hefur um skeið á gamaldags eftirréttum og einkennist af fortíðarþrá.

Rabarbarinn er oftast soðinn í mauk með miklum sykri en það má líka reyna að sjóða hann í styttri tíma (um 20 mínútur) og nota minni sykur. Þennan rabarbara má nota eins og kryddað ávaxtamauk (Chutney) með góðu balsamsírópi. Með rabarbara er gott að nota jarðarber, engifer, negul, epli og kanil. Þá eiga appelsínur einnig vel við rabarbarann. Ostur, eins og ricottaostur, er ákaflega góður með rabarbara og því tilvalið að gera rabarbaraböku að hefðbundnum hætti en bæta í uppskriftina ricottaosti til að gera hana skemmtilegri. Góð hefð er fyrir því hér á landi að búa til rabarbarasultu og þá er tilvalið að brydda upp á einhverju nýju við sultugerðina. Með góðum camembertosti er til dæmis gott að laga rabarbara og perusultu. dista@24stundir.is

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir