Tölvutæknin ofnotuð

Nemendum í McKinney framhaldsskólanum í Texas í Bandaríkjunum brá heldur betur í brún er þeir fengi nýja árbók  með myndum af sér í hendur.

Höfðu myndirnar af þeim verið togaðar og teygðar og í sumum tilfellum höfðu andlitsmyndir jafnvel verið klipptar saman við myndir af  líkömum annarra nemenda. Þá vantaði handlegg á mynd af einni stúlkunnni og önnur virðist nakin. 

Talsmaður fyrirtækisins Lifetouch National School Studios Inc. sem sá um prentun bókanna segir að um mistök hafi verið að ræða. Þau megi rekja til þess að beðið hafi verið um að höfuð allra nemenda á myndunum yrðu í sömu stærð og augu þeirra í nákvæmlega sömu hæð.

Talsmaðurinn Sara Thurin Rollin segir þetta hafa verið óvenjulega beiðni sem hafi flækt mjög vinnslu bókanna en að það réttlæti þó ekki útkomuna. Hún neitar að greina frá því hvort einhver hafi verið rekinn vegna mistakanna en segir að fyrirtækið muni greiða fyrir endurprentun bókanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar